Um næstu helgi ætlar VÍK að gera tilraun með að leigja Reiðhöllina í Víðidal fyrir æfingu yngstu ökumannanna okkar. Við fáum Reiðhöllina á leigu í tvo tíma frá kl. 17 – 19. Gulli og Helgi Már sem hafa verið að þjálfa krakkana munu sjá um að skipuleggja tímann en ef það verða margir sem mæta þurfa þeir að skipta tímanum upp eftir getu og hjólastærð. Æfingin er bara fyrir minnstu hjólin 50-65cc og 85 cc.
Þessi fyrsti tími verður ókeypis en ef vel tekst til og áhugi er fyrir hendi munum við bæta þessum tíma inn í motokrossæfingar krakkanna. Það er því um að gera ef menn hafa áhuga á að taka þátt í þessu með okkur að koma með krakkana og leyfa þeim að hjóla inni og taka létta æfingu með strákunum á sunnudaginn. Við hvetjum svo alla hina til að koma og fylgjast með æfingunni.
2 hugrenningar um “Krakkakross í Reiðhöllinni næsta sunnudag kl. 17”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Er þetta bara fyrir krakka sem eru meðlimir í vík eða alla?
Krakkakrossið í reiðhöllinni er fyrir alla krakka sem langar til að hjóla og það skiptir engu máli í hvaða félagi þau eru. Það er gríðarlega mikilvægt að sem flestir mæti svo við sjáum hvort það sé grundvöllur fyrir því að vera með þessa tíma fasta í vetur. Hugmyndin var að hafa þetta í boði með æfingunum hjá Gulla og Helga þannig að hópurinn geti æft þrek og hjólað inni á sunnudögum. Kv. Keli