Taka #2 á krakkakross í Reiðhöllinni annað kvöld kl. 20

Mynd Sveppagreifinn - takk fyrir lánið
Mynd Sveppagreifinn - takk fyrir lánið

Annað kvöld, miðvikudag gerum við aðra tilraun með krakkakross í Reiðhöllinni sökum þess hve stuttan tíma við fengum á sunnudaginn. Við fáum höllina kl. 20 og byrjum á minni hjólum og þeim sem eru að byrja. Kl. 21 mega svo 85cc hjólin mæta og hraðari ökumenn á 65cc hjólum eins og á æfingunum í sumar. Gulli og Helgi verða á staðnum og munu skipta hópnum upp eftir getu og stýra æfingum hjá krökkunum.

Hugmyndin er svo að vera með fasta tíma einu sinni í viku í vetur sem tilraun amk. fram að áramótum. Við þurfum hins vegar að fá einhverjar vísbendingar um þátttöku og munum skrá alla niður á morgun sem hafa áhuga á þessum æfingum hjá VÍK. Verðið ræðst af þátttöku en hægt verður að velja um:

A) Þrekæfingar mánudaga og fimmtudaga kl. 17
B) Hjólaæfingar eingöngu í Reiðhöllinni kl. 16 / 17 eftir getu.
C) Þrekæfingarnar + hjólaæfingar á sunnudögum kl. 16 / 17
Endilega kommentið hér eða skráið ykkur á morgun til að við sjáum hver möguleg þátttaka og áhugi á þessu er. Kv. Keli

2 hugrenningar um “Taka #2 á krakkakross í Reiðhöllinni annað kvöld kl. 20”

  1. Einn 11 ára sem vill mæta bæði á þrek og hjólaæfingar en kemst ekki í kvöld 🙁
    Skráir sig í þrekinu á morgun 🙂

    kv,
    Edda

Skildu eftir svar