Besta leiðin til að undirbúa hjólið fyrir veturinn er hreinlega að hjóla á því allan veturinn. Því miður geta ekki allir gert það af ýmsum ástæðum. Þess vegna er gott að eyða smá tíma á haustin í hjólið svo það fari nú örugglega í gang þegar lóan kemur aftur.
Undirbúningur að utan
Þvoðu hjólið með mildri sápu og vatni. Reyndu að forðast að sprauta beint á legur og pakkdósir svo það fari ekki vatn inní þær, sérstaklega ef þú notar háþrýstidælu. Hreinsaðu keðjuna með bursta og uppþvottalegi. Ef það er möguleiki, settu hjólið í gang til að raki í mótornum gufi upp. Einnig er gott að snúa dekkjunum og bremsa þau til að bremsudiskar þorni. Ef þú hjólar í stutta stund til að þurrka bremsur mundu eftir hjálminum!
Þurrkaðu hjólið með vaskaskinni og spay-aðu keðjuna með WD-40. Smurðu keðjuna með keðjuspray. Sæktu WD-40 brúsann og settu á liðamótin á standpetulunum, startsveifinni, gírstönginni, handföngum á stýrinu og barka. Ef hjólið er með smurkoppum er gott að gefa þeim smá skammt. Pumpaðu í dekkin. Einnig er gott að kíkja á teinana, linkinn, pakkdósir í dempurum, tannhjól og keðju og aðra slitfleti og athuga ástandið á þeim.
Bensínkerfið
Það eru nokkrir möguleikar í boði hér og hér kemur ein útgáfan. Best er að fylla tankinn til að minnst hætti sé á að raki myndist. Svo er stöðugleiki eldneytisins annað mál, flest bensín byrjar að versna í gæðum eftir 60 daga svo réttast væri að henda því á bílinn eftir veturinn. Tvígengishjól þurfa að tæma bensínið því sumar tegundir af tvígengisolíu skilja sig frá bensíninu eftir svona langan tíma sem þýðir að hjólið yrði olíulaust eftir litla stund.
Rafkerfið
Þau hjól sem hafa rafgeymi þurfa aðeins að pæla í aðstæðunum. Best er að geyma rafgeymi í þar til gerðum spennubreyti sem heldur kjör-spennu á geyminum allan veturinn en næst best er að hafa rafgeyminn við stofuhita.
Vélin og kælikerfið
Settu nýja olíu á hjólið fyrir vetrargeymsluna. Skítug olía inniheldur tærandi agnir vinna á innviðunum yfir veturinn. Einnig getur verið gott að setja nýtt smá mótorolíu í gegnum kertagatið og jafnvel setja nýtt kerti í. (Fogging oil sem bátaeigendur þekkja væri best í þetta)
Athugaðu hvort kælivökvinn sé í lagi, bæði að magnið sé rétt og að blandan sé rétt. Ef þú átt ekki græju til að mæla blönduna er best að skipta um vökva. Athugið einnig annan vökva á hjólið og fyllið á ef þarf, þ.e. bremsuvökva, kúplingsvökva (þar sem á við). Bremsuvökvi dregur í sig raka með tímanum þannig að þetta er góður tími til að skipta.
Staðsetning geymslu
Best er að geyma hjólið í upphituðum skúr þar sem sveiflur í hitastigi eru sem minnstar. Gott er að setja hjólið á stand og jafnvel sprauta WD-40 yfir allt hjólið til að halda raka frá því.
Næsta vor
Áður en maður veit af er vorið komið aftur og best að drífa sig út að hjóla. Eftir svona góðan frágang ætti að vera auðvelt að sparka í gang. Settu rafgeyminn í hjólið (ef það á við), taktu botntappan úr blöndungnum til að hleypa nýju bensíni inní blöndunginn, það er líklegra að það sé raki í blöndungnum en í bensíntanknum. Ef um tvígengis hjól er að ræða setjið nýtt bensín á hjólið einnig. Athugið alla vökva aftur og jafnvel skiptið um mótorolíu ef langt er um liðið. Athugaðu loftþrýsting í dekkjunum og svo bara drífa sig af stað. Taktu samt nokkrar mínútur á meðan hjólið hitnar til að sjá hvort allt virki ekki vel.
Hey ekki parkera hjólinu í vetur … halda hjólinu gangandi allan veturinn og reyna hjóla að minnsta kosti tvisvar í mánuði !!!!