Uppskeru-Árshátíðar-hjóladagur í Bolaöldum

Loksin kom að því að við getum hrært þessu öllu saman.

Samkvæmt Garðari brautar-svæðis-verkstjóra, þá er svæðið í alveg ágætis ástandi. Brautirnar ótrúlega góðar og Jósesdalurinn fínn til þess að leika sér í. Nú er um að gera að nýta sér Laugardaginn til að tæta og trylla á svæðinu, koma síðan úthjólaður og til í fjörið á hátíðina í Rúbín um kvöldið.

Veðurspáin fyrir morgundaginn er glæsileg en trúleg mun kólna verulega eftir helgi, jefnvel frysta. Þá verður ekki gott að hjóla um svæðið nema útbúinn til vetraraksturs.

Munið eftir því að kaupa miða á Olís eða í Litlu kaffistofunni.

Gaman saman

Stjórnin.

Skildu eftir svar