Endanlegur kepppendafjöldi í Endurokrossinu í Reiðhöllinni á laugardaginn er 32 og þar á meðal allir grimmustu hjólarar landsins sem allir ætla sér að fara heim með verðlaunin. Spennan er því farin að byggjast upp því ljóst er að það verður hörkukeppni í höllinni. Brautin verður væntanlega nokkuð snúin og ólík því sem menn keyra utanhúss en um það snýst líka málið. Verðlaunagripir, peningaverðlaun fyrir alla í 8 manna lokariðli og góðar gjafir til fyrstu manna munu ábyggilega ýta undir hrikalega keppni í höllinni!.
Nokkrar ábendingar fyrir keppnina:
Allir keppendur eiga að vera á hefðbundnum hjólum þe. trial hjól eru ekki leyfð í keppninni = allir jafnir.
Ætlast er til að menn mæti á hálfslitnum dekkjum til að hlífa gólfinu – trial dekk eru ekki leyfð.
Notast verður við tímatökusendana – muna að hlaða sendinn! Ef einhver á ekki sendi verður Nítró með senda til að lána.
Ljósakeppni – að lokinni lokakeppni og fyrir verðlaunaafhendingu ætlum við að keyra eina ljósakeppni sem allir keppendur sem mæta með ljós á hjóli eða höfði taka þátt í. Sigurvegarinn verður Ljósameistari kvöldsins.
Skoðun hjóla hefst kl. 12 og stendur í 10 mínútur, keppendur fá stutta æfingu til kynnast brautinni og hefst hún 12.10 en fyrsti undanriðill hefst kl. 12.50 Keppnin fer þannig fram að keppendum verður skipt í 4 átta manna hópa og hver keppandi keyrir þrjá 5 mínútna riðla og verður hópunum róterað fyrir hvern riðil þannig að menn keppa aldrei við sama hópinn. Gefin verða stig fyrir hvern riðil og eftir riðlana fara 6 stigahæstu menn í úrslit en 8 stigahæstu þar á eftir fara í síðasta séns þaðan sem tveir efstu komast áfram í úrslit. Gert er ráð fyrir að úrslitakeppnin hefjist um kl. 15.30.
Dagskráin og hópaskiptingin birtist á morgun.
Keppendalistinn er svona:
1 Valdimar Þórðarson 270
2 Haukur Þorsteinsson 10
3 Brynjar Gunnarsson 434
4 Kári Jónsson 46
5 Atli Már Guðnason 669
6 Garðar Atli Jóhannsson 280
7 Valdimar Bergstað 222
8 Pétur Smárason 35
9 Gunnar Sigurðsson 15
10 Ásgeir Elíasson 277
11 Sölvi Borgar Sveinsson 123
12 Árni Gunnar Gunnarsson 100
13 Hjálmar Jónsson 39
14 Freyr Torfason 210
15 Friðrik Freyr Friðriksson 848
16 Aron Ómarsson 66
17 Gunnar Sölvason 14
18 Daði Erlingsson 298
19 Jónas Stefánsson 24
20 Ágúst Björnsson 211
21 Viggó Örn Viggóson 2
22 Þorri Jónsson 291
23 Ólafur Freyr Ólafsson
24 Axel S Arndal
25 Júlíus Arnar Birgisson
26 Andri þórarinsson
27 Kristján Arnór Gretarsson 400
28 Eiríkur Rúnar Eiríksson 426
29 Gunnlaugur Karlsson 111
30 Arnar Ingi Guðbjartsson 616
31 Ágúst Már Viggóson 299
verða sendarnir á staðnum?
ATH það er VILLA í þessari frétt miðað við dagskrá, skoðun hefst kl 11:10 en EKKI 12:10