Þar sem vetur konugur setur marga úr hjólastuði þá er ekki vitlaus hugmynd að dunda aðeins í hjólinu.
Þar sem ég er með CRF 250´08 skrifa ég um hvernig ég geri ventlastillinu á þannig græju. Bókin, sem fylgir með hjólinu, gefur upp að gott sé að yfirfara ventlabilið á hjólinu á ca 20 tíma fresti.
ATH veraldarvefurinn er pottþétt með uppl um hvenig á að ventlastilla aðrar tegundir.
1. Það er nauðsynlegt að þrífa hjólið mjög vel áður en hafist er handa við að opna mótorinn. Taka allar hlífar, bensíntank og annað sem gæti falið óhreinindi sem gætu komist í vélina.
ATH: þetta er eins og ég hef framkvæmt þessa aðgerð sjálfur. Þessi grein er ekki á vegum VÍK og þeir semkjósa að prufa sig áfram eftir henni gera það á eigin ábyrgð.
ATH: fylgið leiðbeiningum sem eru í viðhaldsbókinni (manual). Ef þið hafið enga reynslu af viðgerðum er gott að leita til verkstæða sem sérhæfa sig í mótorhjólaviðgerðum. Ef mótornum er stillt vilaust á tíma þá er voðinn vís. Það getur allt farið í klessu!
Þegar hér er komið þá þarf að leggja saman eða draga frá til að sjá hvort að það þurfi að breyta ventlaplötunum. Vanalega þarf að setja grennri ventlastilliplötur. Ef einhverju þarf að breyta.
Gott er að vera með þetta á hreinu áður en rifið er í sundur til að vera alveg viss hvernig á að vera þegar maður setur saman aftur 🙂 Þegar búið er að fjarlægja keðjustrekkjarann þá er hægt að fjarlægja keðjuna og knastásinn.
Þegar búið er að stilla öllu saman á tímamerkjum og setja keðjustrekkjarann í, þá kikka ég alltaf mótornum nokkrum sinnum og fer aftur yfir tímamerkin. Rétt svona til að vera alveg viss.
Svo er bara ganga frá öllu draslinu aftur á sinn stað og fara að leika sér þegar veður gefst.
4 hugrenningar um “Ventastilling á CRF 250”
Það er bara miklu fljótlegra að koma í kaffi til þín með hjólið og láta öllara fylgja með og þá er þetta komið..:0)
Flott grein hjá þér Óli.
Sveppi…… Ég hélt að þú vissir það að eftir einn þá ei stillir neinn. 🙂
Snilld Óli
Maður þarf að koma sér í þetta og stimilskipti ef græjan á að duga næsta ár.
kv
Benni
Það er bara miklu fljótlegra að koma í kaffi til þín með hjólið og láta öllara fylgja með og þá er þetta komið..:0)
Flott grein hjá þér Óli.
Sveppi…… Ég hélt að þú vissir það að eftir einn þá ei stillir neinn. 🙂
Snilld Óli
Maður þarf að koma sér í þetta og stimilskipti ef græjan á að duga næsta ár.
kv
Benni