
Nú eru æfingar að hefjast aftur á nýju ári, fyrsta æfingin verður á þriðjudag 05.01.10.og hefst að venju með útihlaupum kl 20:00.
Æfingarnar eru haldnar í sal fimleikadeildar Ármanns í Laugardal. Æfingarnar eru settar upp þannig að þær henti öllum, alveg sama á hvaða aldri eða kyni iðkendur eru.
Ef einhver hefur áhuga á því að taka þátt í sprikklinu þá er laust pláss fyrir 4. Kostaður er 4000 kr á mánuði, þjálfun er á vegum fimleikaþjálfara, skal það tekið fram að þetta er hörku púl. Í útihlaupinu er hlupið 5-7 km og ætti það að skila sterkum lungum fyrir átök sumarsins.
Það er vöntun á kvennfólki í hópinn þar sem einungis 1-2 stelpur hafa verið að mæta að staðaldri á æfingarnar.
Ef þú hefur áhuga hafðu samband við Óla í S: 864-1243 eða emil: olafur@bernhard.is