Team San Manuel Yamaha ökumaðurinn James Stewart fór í aðgerð síðdegis í dag, til að laga bein í hægri úlnlið. Eftir þriðju umferðina var Stewart farinn að upplifa alvarlega verki í úlnlið. Þó svo að myndatökur af hendi Stewart hafi ekki sýnt að hann væri brotinn þá þurfti hann að hitta sérfræðing í morgun og þá kom í ljós að um brotna hendi væri að ræða.
Stewart mun ekki keppa í San Francisco þessa helgi. Endurkoma hans í Supercrossið fer eftir hversu fljótt hann nær að batna eftir skurðaðgerðina og verður metin og endurskoðaður vikulega.
„James er sannur meistari “ og ótrúlegt að hann hafi endað annar um síðustu helgi í Anaheim 2 með brotna hendi segir Larry Brooks liðstjóri liðsins.
Nú getur Dungey haldið áfram og gert sitt besta. Vonandi nær að vinna tímabilið, það verður spennandi keppni í kvöld. Það er ekki spurning um það.
Ég held að hann mæti með spelku á úlnliðnum í næstu keppni, hann horfir ekki á einhvern nýliða vinna þetta
Hann ætti að gera það. Keppnin í gær var víst spennandi, leiðinlegt að tveir af bestu ökumönnunum séu dottnir út bæði Reed og Stewart.
vona svo að JS geti svarað fyrir sig allavega eitthvað, sýna Dungey að gemle er ennþá með þetta.