Á næstu vikum og mánuðum mun VÍK halda ýmis námskeið fyrir félagsfólk og aðra áhugasama hjólara. Við hefjumst handa næstkomandi mánudag 25. janúar en þá kemur í heimsókn til okkar
Fríða Rún Þórðardóttir íþróttanæringarfræðingur og heldur fyrirlestur um næringarfræði keppnisfólks.
Í kjölfarið munum við svo bjóða upp á námskeið þar sem við sýnum og kennum allar helstu viðgerðir sem menn geta sinnt sjálfir og hvernig þeir eiga að fylgjast með hjólunum til að koma í veg fyrir óþarfa bilanir og halda viðgerðakostnaði í lágmarki.
Að auki verður boðið upp á skyndihjálparnámskeið í samstarfi við Rauða krossinn. Námskeiðin eru hugsuð sem hagnýt fræðsla og þjónusta við félagsmenn og aðra áhugasama hjólara en ekki síður sem fjáröflun fyrir félagið og því viljum við sjá sem flesta nýta sér námskeiðin til að styðja félagið og læra eitthvað og hitta mann og annan kannski í leiðinni.
Fyrsta námskeiðið verður haldið á mánudaginn 25. janúar kl. 19.30 – 21.30
Fyrirlestur / kennsla frá íþróttanæringafræðingi.
Farið verður yfir hvernig hjólíþróttafólk ætti að stjórna mataræði sínu fyrir æfingar, keppnir og almennt. Fyrirlesari er Fríða Rún Þórðardóttir Íþróttanæringarfræðingur.
Staðsetning: Í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, fundarsalur D, 3. hæð.
Kostnaður: Kr: 500.- Greitt á staðnum.
Ótímasett námskeið: Viðhald motorcross og endurohjóla. Skipt niður á 3 kvöld. Nánar auglýst síðar!
Ótímasett námskeið: Hjálp í viðlögum. Rauði krossinn kennir okkur hvernig á að bregðast við slysum og óhöppum. Nánar auglýst síðar!
Hvenar er skyndihjálpar námskeið ?