Ameríska supercrossið byrjar í kvöld í Los Angeles. Keppt er á Anaheim stadium og er þetta fyrsta umferðin af þremur sem fara fram á þessum velli næstu 6 vikurnar en alls eru umferðirnar 16 um öll Bandaríkin. Nokkrir af þeim sem eru líklegir til afreka mættu á blaðamannafund í gærkvöldi og hér eru nokkur komment frá þeim:
Andrew Short: „Ég hef verið að vinna mikið í hraðanum hjá mér og það hefur gengið vel og svo er ég á góðu hjóli í ár.
Ryan Dungey, sem vann Lites flokkinn í fyrra: „Það er stórt skref að fara upp um flokk en nýja EFI Súkkan virkar vel og nýji mekkinn minn Mike Gosselaar er toppnáungi.“
Josh Grant, vann óvænt fyrstu keppnina á síðasta ári og var í toppbaráttunni: „Ég krassaði illa í vúppskafla í vikunni ef hef verið að spara á mér hausinn. Vonandi verður allt í góðu og næ að vinna aftur hér á heimavelli“
Ryan Villopoto: „Síðasta tímabil endaði vel hjá mér og nú er ég búinn að láta laga á mér hnéið og fékk góða hvíld í sumar. Svo hef ég verið að æfa með Reed í haust og það hefur hjálpað mér mikið. Ég er vel undirbúinn“
Chad Reed: „Það er búið að vera gaman að keppa á nýja Kawanum í Ástralíu í haust og draumar mínir halda áfram að rætast. Ég ætla að mæta til Vegas til að hirða titilinn í vor“
James Stewart: „Það er ekkert auðvelt að vinna titla og ég veit allt um það. Ég hef unnið ötullega með liðinu allt árið að einu markmiði – að vinna. Nýji raunveruleikasjónvarpsþátturinn er bara uppá grínið“
Svo má ekki gleyma nokkrum sem gætu staðið sig vel. Kevin Windham er að byrja 16.árið sitt og gæti orðið stöðugur þó hann vanti hraðann, Jason Lawrance eer nýkominn úr steininum og á möguleika á að vinna nokkrar keppnir ef hann hefur fengið að koma sér í form þar inni, hann hefur hraðan og hugrekkið en er vægast sagt óstöðugur.