Supercross-keppnin í gær

Supercrossið hélt áfram í Suður-Kaliforníu í gær og eins og venjan er orðin var veðrið við það að spila stórt hlutverk. Rétt þegar keppnin var að byrja kom ausandi rigning svo allt stemmdi í tóma vitleysu. Sem betur fer stytti upp svo ekki varð ástandið mjög slæmt þó svo brautin hafi grafist nokkuð. En þá að úrslitunum:

Þeir tveir sem hafa unnið síðustu keppnir lentu heldur betur í veseni í fyrstu beygju þar sem Ryan Dungey flaug á hausinn á hállri brautinni og tók Ryan Villopoto með sér í fallinu. Josh Hill tók þá við forystunni en Davi Millsaps tók framúr honum stuttu seinna. Nokkuð var um mistök fyrstu manna því brautin var erftið, en að lokum náði Millsaps að halda forustunni alla leið. Hill varð annar or Ivan Tedesco þriðji. Hondamennirnir Andrew Short og Kevin Windham þurftu að hætta keppni þar sem Short krassaði stórt og hjólið bilaði hjá Windham.

Millsaps fagnar sigri

Þá er titilbaráttan orðin galopin:

AMA Supercross Class Results: San Diego

1. Davi Millsaps, Murrieta, Calif., Honda
2. Josh Hill, Yoncalla, Ore., Yamaha
3. Ivan Tedesco, Murrieta, Calif., Yamaha
4. Ryan Villopoto, Poulsbo, Wash., Kawasaki
5. Justin Brayton, Murrieta, Calif., Yamaha
6. Ryan Dungey, Belle Plaine, Minn., Suzuki
7. Tommy Hahn, Decatur, Texas, Suzuki
8. Grant Langston, Murrieta, Calif., Yamaha
9. Nick Wey, Murrieta, Calif., Kawasaki
10. Kyle Chisholm, Valrico, Fla., Yamaha


Staðan

1. Ryan Dungey, Belle Plaine, Minn., Suzuki, 105
2. Josh Hill, Yoncalla, Ore., Yamaha, 101
3. Ryan Villopoto, Poulsbo, Wash., Kawasaki, 95
4. Davi Millsaps, Murrieta, Calif., Honda, 82
5. Ivan Tedesco, Murrieta, Calif., Yamaha, 77
6. Justin Brayton, Murrieta, Calif., Yamaha, 72
7. Andrew Short, Smithville, Texas, Honda, 69
8. Kevin Windham, Centerville, Miss., Honda, 66
9. Tommy Hahn, Decatur, Texas, Suzuki, 56
10. James Stewart, Haines City, Fla., Yamaha, 51

2 hugrenningar um “Supercross-keppnin í gær”

Skildu eftir svar