Gríðargóðar viðtökur

Stemmningin fyrir Klaustur virðist vera engu lík. Vefþjónninn fékk að finna fyrir því í gærkvöldi þegar menn voru hvað spenntastir eftir að klukkan myndi slá tíu. Þjónninn lifði þetta af og skráningin gekk almennt vel fyrir sig, allavega streymdu inn 85 lið á fyrstu 20 mínútunum, þannig það var svipað spennandi að horfa á skráningarnar streyma inn, eins og að horfa á startið á Klaustri 2004.

Helgi Már Gíslason náði holuskotinu og er því fyrstur á ráslínu  en hann var 5 sekúndum á undan Hákoni Inga Sveinbjörnssyni að skrá sig.

Nú eru 306 keppendur skráðir.

Ef þú hefur gleymt að setja nafn keppenda í athugasemdir, framsendu þá kvittunina sem þú fékkst á netfangið vefstjori@motocross.is og settu nöfn keppendanna efst í tölvupóstinn.

Keppendum er bent á að lágmarksstærð hjóla er 125cc tvígengis og 250cc fjórgengis. Aldurstakmark á þessi tæki er 15 ára.

5 hugrenningar um “Gríðargóðar viðtökur”

  1. Það er ekki alveg svo einfalt. Sumir eru í þriggja manna liði og sumir í járnkallinum. Reyndar eru mun færri 3ja manna lið en ég bjóst við.
    2ja manna er langvinsælast.

  2. hvar getur maður séð hvort maður sé skráður í keppnina eða hvort þetta hafi gengið í gegn??

Skildu eftir svar