2. Hluti viðhaldsnámskeiðs VÍK fór fram á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur í gærkvöldi. Mjög góð mæting var á námskeiðið og hægt er að fullyrða að fólk fékk vel fyrir peninginn. Einar Sig og Einar Sverris sáu um að troða inn í fólk eins mikilli visku og hægt var á tveimur klst. Einar Sig kenndi allt um kúpplingar og ventlastillingar á meðan Einar Sv kenndi allt um umhirðu og stillingar á börkum. Einnig var Einar Sv með fyrirlestur í umhverfisvænum hreinsiefnum fyrir loftsíur. Í lokin fengu allir að sjá hluta af verkfæraúrvali sem er í boði frá MX Sport.