
Í brautinni hjá Þorláki var slatti af fólki, en þó ekki eins mikið og hefði mátt gera ráð fyrir svona í byrjun páskahelgarinnar. Það skemmdi þó ekki gleðina fyrir þeim sem mættu. Crossbrautin var í „keppnis“ standi og var mjög fínt að æfa sig við þessar aðstæður. Það var auðséð á mörgum að hæfileikarnir hafa fengið að rykfalla í vetur, en það slípaðist vel til hjá flestum. Endurobrautin þótti í fínu standi og var tekið vel á henni af þeim sem þar hjóluðu.
Miðað við veðurspá er Þorlákshafnarbrautin eina notahæfa brautin hér á Stórhöfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað hvernig Ólafsvíkurbrautin er en miðað við þá reynslu sem greinarhöfundur hefur að þeirri braut, þá er ansi kalt og hvast í norðanátt eins og nú er.
Vonandi skemmti þið ykkur vel, fullt rör og engar bremsur.









- Kalt? Nei bara kuldaskræfur.