Fyrsta umferð ársins í heimsmeistarakeppninni í motocrossi hefst nú helgina á Gorna Rositza brautinni í Sevlievo í Búlgaríu. Strákarnir voru með tímatöku í dag og stúlkurnar voru með fyrsta moto-ið. Bryndís Einarsdóttir er eini fulltrúi Íslendinga að þessu sinni (Signý Stefánsdóttir er meidd) og var hún í 26.sæti í fyrsta moto-i ársins. Seinna motoið hjá stúlkunum verður á morgun og verður það í beinni útsendingu ásamt allri keppninni hér á vefnum. Útsendingin byrjar í fyrramálið með kvennakeppninni klukkan 08:00 að íslenskum tíma og svo koma karlaflokkarnir fram eftir degi.
Í MX1 flokknum er það Antonio Cairoli sem hefur titil að verja. Hann hreppti titilinn í fyrstu tilraun í stóra flokknum í fyrra en nú mætir hann á nýju hjóli, KTM SX-F 350 til að verja titilinn. Í tímatökunum í dag náði hannþriðja sæti á eftir sínum helsta keppinauti Max Nagl og Sebastian Pourcel.
Nagl og Cairoli eru líklegastir um að berjast um titilinn í sumar. Þeir eru liðsfélagar hjá KTM en þó er mikill munur á tækjunum sem þeir velja sér, Nagl á 450 hjóli og Cairoli á nýju 350 hjóli sem enn er ekki komið í almenna sölu.
Hér eru nokkrir aðrir sem eru líklegir til að berjast við þá:
David Philippaerts (Ítalía): Heimsmeistari 2008
Ken de Dycker (Beglía): Vantar meiri stöðugleika
Clement Desalle (Belgía): Gæti slegið í gegn í ár og er líklegur í smá handalögmál við Cairoli í sumar
Tanel Leok (Eistland): Alltaf góður og virðist vera í hörkuformi
Jonathan Barragan (Spánn): Vantar að ná góðu tímabili, ekki nóg að vinna stakar keppnir
Steve Ramon (Belgía): Fyrrum heimsmeistari, gæti tekið þetta á reynslunni.
Sebastien Pourcel (Frakkland): Er að koma úr meiðslum. Sérstaklega góður á hörðum brautum eins og í Búlgaríu.
Marc de Reuver (Holland): Góður í sandinum
Josh Coppins (Nýja-Sjáland): Spurning hvað Aprilla hjólið gerir hjá honum (9. í tímatökunni í dag)
MX2
Hér er stutt uppalning á líklegum ökumönnum í MX2 flokknum sem eiga mestan séns á titlinum.
Marvin Musquin (Frakkland): Vann í fyrra með miklum mun en búast má við mun meiri samkeppni á þessu ári.
Ken Roczen (Þýskaland): Kom inní mitt tímabil í fyrra þegar hann varð 15 ára og stóð sig mjög vel. Hefur hraðann í að sigra, spurning hvort hann þolir pressuna.
Shaun Simpson (Bretland): Meiddist í fyrra en á ágætan séns í sumar.
Gautier Paulin (Frakkland):
Steven Frossard (Frakklan): Vantar stöðugleikann.
Zach Osborne (USA): Meiddur í fyrra en spurning hvernig formið er?Jeffrey Herlings (Holland): Ungur strákur sem á framtíðina fyrir sér.
Jeremy van Horebeek (Belgía): Eins og hjá svo mörgum er stöðugleikinn ekki til staðar.
Joel Roelants (Belgía): Endaði síðasta ár vel og þarf að halda þannig áfram.
Christophe Charlier (Frakkland): Evrópumeistari
klukkan 8.10. Stelpurnar byrja klukkan 8 (svoldið erfitt að reikna þennan tímamismun, sorry)