Árskort í VÍK brautirnar til sölu hér og nú

motogp10.gifÁrskort í motocross brautir VÍK í Bolaöldu og Álfsnesi eru komin í sölu hér og nú. Verðið á kortunum hefur lækkað talsvert frá því í fyrra en verðið á stökum miðum hefur hækkað. Kort fyrir stórt hjól kostar nú 20.000 en fyrir lítið hjól 10.000 (Stórt hjól er 125cc tvígengis og 250c fjórgengis og stærra). Árskortin eru gefin út á einstaklinga en ekki hjól og ekki er hægt að lána kortið á milli manna.

Árskortið gildir í báðar motocross brautir félagsins í Álfsnesi og Bolaöldu. Í sumar verða dagsmiðar í brautirnar seldir á 1.500 kr. fyrir félagsmenn og 2.000 kr. fyrir aðra.

Kortið er í plasti og auðvelt er að “strappa” það fast t.d. á framdemparann. Sama regla gildir um árskortin og aðra brautarmiða – miði sem ekki er á hjólinu er ógildur miði! Eingöngu félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald fyrir árið 2010 geta keypt árskort.

Heimsending

Kortin eru send í pósti á það heimilisfang sem gefið er upp með kortaupplýsingum, ef það á að senda á annað heimilisfang eða ef menn vilja sækja kortin í Litlaprent, skrifið það í athugasemdir.

Kaup

Smellið hér til að kaupa árskort fyrir eitt stórt hjól

Smellið hér til að kaupa árskort fyrir eitt lítið hjól

Fjölskylduafsláttur

Veittur fjölskylduafsláttur af kortum og þurfa allir sem kaupa fjölskyldukort að vera með heimilisfang á sama stað.Ef fjölskyldumynstrið er öðruvísi en sett er hér upp í vefversluninni hafið samband við birgir@prent.is.
Afslátturinn er veittur við kaup af fleiri en einu korti:

  • 2 kort  = 5 % afsláttur
  • 3 kort = 10% aflsláttur
  • 4 kort = 15% afsláttur

Kaup á fjölskyldukortum

Smellið hér til að kaupa árskort fyrir eitt stórt hjól og eitt lítið

Smellið hér til að kaupa árskort fyrir eitt stórt hjól og tvö lítil

Smellið hér til að kaupa árskort fyrir tvö stór hjól

Smellið hér til að kaupa árskort fyrir tvö stór hjól og eitt lítið

(munið að  kaup á fleiri en einu korti er eingöngu fyrir fjölskyldur)

Utanfélagsmenn

Fyrir þá sem ekki eru félagar í VÍK eru árskortin í boði á 24.000 krónur fyrir stór hjól og 14.000 krónur fyrir lítil hjól

Smellið hér til að kaupa árskort fyrir eitt stórt hjól – Utanfélags

Smellið hér til að kaupa árskort fyrir eitt lítið hjól – Utanfélags

9 hugrenningar um “Árskort í VÍK brautirnar til sölu hér og nú”

  1. Það verða allir að skrá sig í Vík til að þeir geti keypt árskort með því að skrá sig í Vík þá fær Vík fleirri félagsmenn sem telja þegar kemur að atkvæðagreiðslum á msí þinginu og þar með eiga litlu klúbbarnir engann séns á móti Vík. Frábært fyrir litlu klúbbana, það er kanski bara best að við hækkum bara líka hjá okkur brautar gjöldin fyrir þá sem eru ekki í Umf. Þór Þorlákshöfn eða kanski bara að bjóða öllum að gerast félagar hjá okkur.
    Kv. Sindri Þorlákshöfn

  2. hvernig er það.. ef maður kaupir kort í dag… þarf maður þá að kaupa miða í brautirnar þangað til maður er kominn með það í hendurnar?

  3. Sindri!

    Fólk þarf ekki að skrá sig í VÍK til að kaupa árskort, það hefur einfaldlega láðst að setja það fram á netið. Var ekki á sjálfum fundinum þar sem verðskráin var afgreidd, þannig að ég er ekki með 100% upplýsingar hver munurinn á að vera en grunar að munurinn á verði fyrir félagsmann og utanfélagsmann séu heilar 4.000 kr.

  4. Eingöngu félagsmenn sem hafa greitt árgjald geta keypt árskort.
    Þetta er það sem stendur þarna uppi og einnig í hinni fréttinni.
    Kv. Sindri

  5. Sælir þetta kom kannski ekki nógu skýrt fram í textanum. Þeir sem eru ekki í Vík geta keypt árskort á 24.000 fyrir stór hjól sem er sama verð og árskort og félagsgjald fyrir félagsmenn. Ef margir eru í sömu fjölskyldu geta þeir greitt samtals 7.000 kr. og fá þá sömu kjör og félagsmenn. Þetta snýst hins vegar ekki um að „veiða“ félagsmenn þó það skipti okkur líka máli gagnvart styrkjum og öðru slíku. Fjöldi fólks er skráður í fleiri en eitt félag, en keppa að sjálfsögðu aðeins fyrir eitt félag. Þetta er einfalt jafnréttismál þannig að allir sem kaupa árskort greiða sama verð í heildina. Við greiðum reksturinn á svæðunum niður m.a. með félagsgjöldum og svona sitja allir við sama borð.
    Kv. Hrafnkell Sigtryggsson formaður VÍK

  6. hvað er langt þanga til að maður fær kortið? þerf maður að sækja það eða kemur það í pósti.

Skildu eftir svar