Bolaöldubrautin fékk góða yfirhalningu í dag. Tóti ýtukall og Gaðar Bolaöldumeistari tóku alla brautina í gegn, allir pallar og lendingar eru í toppstandi. Einungis eru 1-2 smákaflar blautir að öðru leyti er brautin 100%.
Félagslyndir og morgunhressir eru hvattir til þess að mæta í fyrramálið kl 11.00 og hreinsa aðeins til í brautinni og fá að launum frímiða í brautina. Svo ekki sé nú talað um hamingjuna í því að hjóla í frábærri braut.
Árskortin frá því í fyrra eru ekki lengur gild og verða ALLIR að kaupa sér miða í Olís v/ Rauðavatn eða Litlu Kaffistofunni. Undantekning á þeirri reglu eru að sjálfsögðu þeir sem mæta í morgunvinnuna.
Enduró slóðarnir eru LOKAÐIR þangað til annað verður tilkynnt.
Sjáumst hress og kát á morgun.
Brautarstjórn