Hitt og Þetta

Það eru hrikalega spennandi tímar framundan í keppnishaldu um allan heim. Heimsmeistarakeppnin að fara til Ameríku í fyrsta skiptið í 11 ár, AMA Outdoors að fara að byrja, fyrsta enduro keppnin á Íslandi, svo ekki sé nú minnst á klaustur!

Byrjum á heimsmeistarakeppninni. Þriðja umferðin verður í Valkenswaard, sem er umþb. klukkutíma frá þar sem ég bý, auðvitað skellir maður sér þangað að heimsækja vini sína. Það er búið að vera þvílíkt mikið hype yfir Herlings hérna frá því í Ítalíu, enda „heima Gp-ið“ hans í Hollandi. Það eru all nokkur ár síðan hollendingar hafa átt pening, nei meina góðan ökumann. Marc DeReuver virtist ætla að verða þeirra „next big thing“ en það varð aldrei. Herlings er heldur betur að stimpla sig inn og sama við hvern maður talar í hollandi, þá sjá þeir ekki ljósið fyrir honum. Það var haldin sér blaðamannafundur eingöngu fyrir hann í vikunni á Valkenswaard brautinn þar sem hann tók svo hring í brautinni eftir fundinn. Brautin lítur vææængefið vel út á videoinu !

 

Know the Dycker einsog það þýðist yfir á ensku, eða Ken De Dycker hefur ákveðið að taka þátt í fyrstu umferð AMA mótaraðarinnar sem fram fer á Hangtown brautinni í byrjun júní. Hann sagðist ætla að taka einhverjar keppnir í ameríku þetta árið, hann byrjar á Hangtown og sér svo til með framhaldið. Ætli hann sé að reyna að plögga sér inní Ameríku fyrir næsta ár?

 

Ef við skellum okkur yfir til Ameríku, þá er semy silly season þar fyrir komandi Outdoor tímabil. Nú þegar 3 keppnir eru eftir af supercrossinu, eru menn þegar farnir að testa fyrir utanhús tímabilið. Nick Wey mun fara aftur yfir í Monster Energy Kawasaki liðið það sem eftir er að supercross tímabilinu, fyrst fyllti hann inní fyrir Chad Reed sem var meiddur, en nú mun hann fylla inní fyrir Villopoto sem braut á sér löppina síðustu helgi.

 

Ricky Dietrich sem margir kannast við úr endurocrossinu og enduroinu, hann ætlar sér að taka þátt í Glen Helen heimsmeistarakeppninni, og mun keppa fyrir Enduro liðið sem hann er á samning hjá bara uppá fun-ið. Hann leysti einmitt af í fyrrasumar Villopto þegar hann fór í aðgerðina á hnénu, og endaði 5. overall í sinni fyrsu Outdoors keppni. Hann baðst meira að segja afsökunar fyrir að hafa keyrt svona hægt því hann hefði ekki verið að fýla sig í brautinni. Dietrich segist vera spenntur fyrir að keppa í Outdoors motocrossinu í sumar, þó það sé ekkert ákveðið, en segist vera pínu að vonast eftir að fá símtal frá Mike Fisher liðsstjóra Monster Energy Kawasaki um að fá að fylla aftur inní fyrir Villopto þar sem hann mun missa af fyrstu 2-3 umferðunum.

 

Brett Metcalfe hefur ákveðið að færa sig yfir í 450cc flokkin í sumar, en mun þó áfram keyra fyrir GEICO Powersports Honda, þó þeir séu basicly Lites team, en hafa stutt við bakið á Windham í supercrossinu. Fékk senda mynd af Metcalfe á nýja 450 hjólinu sínu þar sem hann var að æfa í vikunni.

 

Chad Reed, og konan hans Ellie eiga von á sínu fyrsta barni hvað og hverju. Ellie er kominn fram yfir tilsettan tíma og lýsti Chad Reed því yfir að hann yrði ekki með í Seattle supercrossinu um helgina. Það er víst breytt, og Reedarinn verður með. Þó maður nennir nú varla að fylgjast með þessu lengur þá vona ég svo innilega að Reed og Windham grilli Dungey það sem eftir er.

 

Svo var hérna skemmtileg frétt um rally driverinn Ken Block og þjálfarann hans Ryan Hughes, en þeir urðu fyrir barðinu á Eyjafjalla jökli einsog svo margir aðrir:

„Ken Block and his trainer Ryan Hughes found themselves stuck on the other side of the planet in Turkey after the volcano in Iceland basically locked down air travel in Europe for most of the last week. Ryno finally made it home on Tuesday night after a 42-hour trip that included four flight delays! As for Block, he did have time to work on his new Gymkhana 3 video, which follows the two previous ones—the first of which has been seen by more than 30 million people on YouTube alone! The new video comes out this summer, and the details of what he does in his new Ford Fiesta Gymkhana car and where it all took place is still a closely guarded secret.“

 

Skildu eftir svar