Klaustur

Allt óbreytt varðandi Klausturskeppnina

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá viljum við koma því á framfæri að engin breyting er fyrirhuguð á keppninni á Klaustri 23. maí. Margir hafa velt því fyrir sér hvort eldgosið hafi sett strik í reikninginn varðandi keppnina en svo er ekki. Öskufall er nánast ekki neitt og engin ástæða til að gera neinar breytingar. Nú lítur allt út fyrir að öskufall fari minnkandi frá eldgosinu og því ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að halda frábæra keppni 23. maí.

Kveðja, stjórn VÍK

6 hugrenningar um “Klaustur”

  1. Jú, allar þær sem nota sléttujárn komast inn. Þannig að þú ættir að komast inn gamli 😉

    Ertu að koma heim ?

  2. Sorrí fyrir að svara seint en þetta er allt skýrast þessa dagana. Unglinga og kvennakeppninverður haldin á laugardeginum 22. maí kl. 16. Keyrt verður í klukkutíma og er hugmyndin að keyra hluta úr aðalkeppnisbrautinni. Keppt verður í tveimur flokkum, strákar 85cc og 125cc og stelpur 85cc og opinn flokkur. Keppnisgjald verður 3000 kr. Skráning fer fram á vefnum og hefst fljótlega.
    Brautarlagning er annars langt komin en það fer hópur austur um helgina til að leggja brautina og undirbúa keppnina – þetta lítur vel út! 🙂 Kv. Keli

Skildu eftir svar