Stjórn MotoMos hefur verið kallað til fundar við bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þar sem ræða á aukin akstur torfæruhjóla innabæjar og þá sérstaklega á göngustígum bæjarins. Eru bæjaryfirvöld óhress með það að á sama tíma og komið er til móts við okkur hjólamenn með nýju svæði og braut sem MotoMos hefur haldið úti síðustu ár, að þá hefur aukning orðið á akstri torfæruhjóla á reiðvegum, göngustígum og á svæðum sem ekki flokkast sem svæði fyrir torfæruhjól. Allur akstur innanbæjar og eða á framangreindum reiðvegum og göngustígum er stranglega bannaður. Þið sem stundið slíkt getið gert það að verkum að bæjaryfirvöld endurskoði afstöðu sína til akstursvæði fyrir okkur hjólamenn og afturkalli það leyfi sem við höfum. Það á alls EKKI að hjóla heiman frá sér upp í brautina í MotoMos á hjóli sem er EKKI Á HVÍTU NÚMERI. Motocrosshjól eiga að fara í þar til gerð farartæki upp á brautarstæði og halda sig við brautina þar. Ég þekki nú þegar nokkra sem hafa stundað það upp á síðkastið að hjóla heiman frá sér í Mosfellsbænum og upp í braut og eru þetta ekki bara einhverjir „amatörar“, heldur einstaklingar sem keppt hafa til Íslandsmeistara til margra ára og ættu að þekkja umgengnisreglur til hlítar. Einnig fara fjórhjólamenn ansi frjálslega um svæðið og æða út um allt án tillit til eins eða neins og það hef ég sjálfur orðið vitni af. Þessi skammtíma hugsun ykkar getur valdið óbætanlegum skaða fyrir okkur hina sem erum að reyna að gera þetta eins og til er ætlast og leitt til þess að við missum eina af skemmtilegri brautum landsins. Það er afar erfitt að vera með uppbyggingu af viti á svæði sem menn eiga svo alltaf í hættu á að missa vegna asnaskap fárra aðila sem taka stundargaman fram yfir hagsmuni sportsins í heild…
3 hugrenningar um “Óþarfa utanvega akstur í Mosfellsbæ – ekið á göngustígum í bænum”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Heyr, heyr!
Ég tek innilega undir þessi orð ykkar hjá MotoMos en við í Þorlákshöfn höfum verið að glíma við svipuð vandamál. Ég vil því nýta tækifærið meðan umræðan er heit og hvetja mitt heimafólk sem og aðra hjólara til að fara eftir settum reglum og gæta hagsmuna okkar allra. Þið hin, sem farið eftir „bókinni“ takk fyrir að vera til, þið eruð frábær 🙂
Helga Helgad.
Vélhjóladeild Þórs
Annahvort á kerru eða reiða hjólin ykkar uppá braut!
Hæ hjólarar ég hirti upp hnakk af kross/enduro hjóli á móts við Leirvogstungu í byrjun mars þetta var við vesturlansveg.Um er að ræða bláann hnakk sem er af hjóli með loftsíu undir sæti óska eftir eiganda. birkirgud@gmail.com