Vefurinn kíkti við í Álfsnesbrautinni í dag þar sem Reynir er á fullu við að gera brautina frábæra. Breytingarnar líta hrikalega vel út og verður pottþétt spennandi að prófa hana. Fyrir þá sem vilja fá að vera fyrstir til að keyra brautina á morgun,,,, þá er bara mæta í vinnutörn í fyrramálið milli 11- 13.00 og fá í staðinn forgang í brautina. Það verður ekkert hangs, bara kröftug vinna. Reynir verður með gríðalegt eftirlit á því ( hann er svakalegur harðstjóri 🙂 )
ATH allir verða að kaupa miða í brautina nema þeir sem mæta og vinna vel.
Þetta lítur hrikalega vel út
Það verður spennandi að prófa breytingarnar…
Ef að maður er búinn að kaupa árskort þerf maður þá ekki að koma með kvittuninna svo maður þurfi ekki að kaupa miða.
Mæta með kvittunina, það gildir.
Hvenar koma myndirnar frá þessum degi?
Er þetta ekki það sem þú ert að leita að dadifreyr:
Myndir