Það var mikið stuð í Bolaöldum í dag, fyrsta keppni sumarsins var haldin í dag með frábærum árangri fyrir flest alla. Úrslit verða birt vona bráðar hér á síðuni. Keppnin í dag gekk vonum framar þrátt fyrir að nýtt keppnisfyrirkomulag vefðist aðeins fyrir keppendum en það var ekkert sem ekki var hægt að leysa með góða skapinu sem allir voru með í farteskinu í dag. Á svæðinu voru allir helstu þolaksturkeppendur Íslands sem tókust á við þær þrautir sem Guggi og félagar höfðu lagt fyrir þá. Dagurinn byrjaði með sól og sumaryl en þokan tók völdin þegar leið á daginn. Ekki voru keppendur að kippa sér upp við það smáræði enda veðuraðstæður eitthvað sem verður að taka með í reikninginn. Starfsmenn, brautargæslumenn og stjórnendur fá stórar þakkir fyrir frábært félagsstarf í dag, án ykkar væri þetta ekki framkvæmanlegt. ATH… Slóðakerfið okkar er lokað þangað til annað verður auglýst.
Hvað varstu nú að gera af þér bró, settirðu puttann í keðjuna eins og þegar þú varst lítill ?