Einar og Gunnar sigruðu á Klaustri

Veðrið var frábært á Klaustri í dag og allt tilbúið í frábæra keppni. Úrhellisrigning nánast alla vikuna náði að setja keppnina aðeins úr skorðum þar sem hluti brautarinnar reyndist ófær þegar á reyndi. Stöðva þurfti keppnina eftir um klukkutíma akstur, stytta brautina um helming og ræsa aftur. Að öðru leyti var keppnin frábær og stærstur hluti keppenda og aðstandanda virtust ánægð með daginn.

Vegna endurræsingarinnar þarf enn smá handavinnu til að koma úrslitum á rétt form og stefnt er á birtingu þeirra í hádeginu á morgun. Hér eru annars 3 fyrstu úr fjórum flokkum:

Overall

  1. Einar S. Sigurðarson og Gunnar Sigurðsson
  2. Jónas Stefánsson og Marcus Olsen
  3. Sölvi Borgar Sveinsson og Viktor Guðbergsson

Járnkallinn

  1. Anton Freyr Birgisson
  2. Benedikt Helgason
  3. Orri Pétursson

Kvennaflokkur

  1. Margrét Júlíusdóttir og Sandra Júlíusdóttir
  2. Laufey Ólafsdóttir og Hekla Daðadóttir
  3. Theodóra Heimisdóttir og Ásdís Olga Sigurðardóttir

Þrímenning

  1. Alexender Kárason, Hlynur Gylfason og Einar Örn Gunnarsson
  2. Pálmi Freyr Gunnarsson, Jón Vilberg Gunnarsson og Sævar Knútur Hannesson
  3. Guðjón Magnússon, Ingvar Örn Karlsson og Torfi Hjálmarsson

Skildu eftir svar