Fyrsta enduro-keppni ársins fór fram í gær 8. maí við Bolöldu. Brautin lá frá motocross brautinni og inn í Jósefsdal. Keppendur sem fóru hvað hraðast yfir voru um 20 mínútur að fara hringinn. Um 100 keppendur tóku þátt og vakti athygli mikill fjöldi keppenda í 40+ flokknum.
Kári Jónsson, núverandi íslandsmeistari sem ekur á TM Racing 450 sýndi frábærann akstur og sigraði með miklum yfirburðum. Einar Sigurðarson varð annar og Bjarki Sigurðsson kom strekur inn og endaði þriðji.
Í B-flokki sigraði Svavar Friðrik Smárason en B-flokkurinn var fjölmennasti flokkurinn með 28 keppendur. Í B-flokknum eru meðal annars ungir strákar sem eru voru í fyrra á 85cc hjólum og því að reyna sig í fyrsta sinn á stærri hjólum þar má nefna Ingva Björn Birgisson á KTM 250F og Harald Örn Haraldsson á TM Racing 125 sem sýndu báðir frábæra takta í gær.
Í 85 cc flokki sigraði Guðbjartur Magnússon örugglega á 150 cc Hondu. Í flokknum voru 6 keppendur og meðal annars ungar hetjur sem eru að taka sín fyrstu enduro keppnisskref. Má þar nefna þá Viggó Smára, Óliver Örn, Ara, Eyþór og Einar.
9 dömur tóku þátt í kvennaflokki sem er metþátttaka í Endruo. Ásdís Olga Sigurðardóttir sigraðii en hún var að taka þátt í sinni fyrstu endurokeppni og var ekki með í crossinu í fyrra. Hún var að keyra fantavel var með góða forystu. Guðfinna Pétursdóttir varð önnur en hún hefur áður tekið þátt og þá á 85cc en er nú komin á 125cc, algjör jaxl aðeins 15 ára. Hekla Daðadóttir var þriðja en hún var að koma aftur eftir 2ja ára hlé.
Einhver bilun virðist hafa verið í tímatökubúnaði í gær og því má búast við að einhverjar minniháttar breytingar verði á þeim úrslitum sem birt voru eftir keppnina í gær.
Í heildinha heppnaðist mótið frábærlega.
Að lokum má geta þess að nokkrar myndir eru frá keppninni á vefalbúminu.
…endaði Haukur ekki í 3ja ??
Haukur endaði þriðji í stærri vélastærðar flokknum en Bjarki varð þriðji í heildina, það er samt ekki verðlaunað fyrir heildarúrslit lengur heldur sitthvorn flokkinn svo þetta er svoldið skrítin frétt…
Hvað með tíma og úrslit er ekkert svoleiðis komið ?
Segi það sama hvenær koma úrslitin???