Gott ástand á brautum – slóðar enn lokaðir

Garðar segir mjög gott ástand á brautunum, pottþétt rakastig og veðurspáin lofar mjög góðu fyrir næstu daga. Álfsnesbrautin ætti sömuleiðis að hafa fengið passlega vökvun í gær og vera klár í kvöld og næstu daga.  Muna bara eftir miðunum á Olís og kaffistofunni.
Nokkuð hefur borið á því að menn hafi verið að reyna sig við brautina frá endurokeppninni um helgina. Svæðið er mjög blautt ennþá og frost ennþá í jörðu. Allir slóðar eru því LOKAÐIR í Bolaöldu áfram og þar til annað verður tilkynnt – sorrí. Slóðarnir eru viðkvæmastir á þessum tíma og verða að fá frið til að þorna áður en við opnum á þá.