Jósepsdalur opnar á morgun kl. 12

Jæja þar kom að því að hægt er að opna á amk. hluta af enduroslóðunum. Garðar og fleiri öflugir hafa verið að leggja slóða um Jósepsdalinn og verður hægt að keyra hann kl. 12 á morgun laugardag. Keyrt er meðfram veginum upp í dal en ALLIR AÐRIR SLÓÐAR ERU ÁFRAM LOKAÐIR, Bruggaradalurinn og alls staðar þar sem er mold og enn frost/bleyta í jörðu. Félagsmenn VÍK keyra frítt en aðrir borga 500 kr. í enduro. Góða skemmtun!

Skildu eftir svar