Það stefnir allt í það að Offroad Challenge keppnin á klaustri verði sýnd í beinni útsendingu á Sporttv.is og ætlar Kukl að sjá um útsendinguna. Öll keppnin verður sýnd frá upphafi til enda og fjöldi myndavéla á staðnum til þess að sem mest náist af brautinni. Óhætt er að segja að þetta sé frábært framtak sem sannar enn og aftur hvað þessi keppni er gríðarlega stór.