Um komandi helgi er Klausturskeppnin víðfræga og okkur vantar aðstoð við ýmislegt.
Brautargæsla:
Nú vantar okkur ca. 25 manns í brautargæslu og aðra aðstoð fyrir keppnina til að sinna gæslu á brautinni og umhverfi, lagfæringum og aðstoð við keppendur eftir þörfum. Brautargæslumenn fá mat og bensín á keppnisstað en þurfa að koma sér sjálfir á staðinn. Gæslumenn þurfa að vera 20 ára eða eldri, vera á hjóli eða fjórhjóli og geta valdið slaghamri (til að reisa upp stikur). Áhugasamir geta sent Svavari yfirbrautargæslustjóra tölvupóst á svavark@gmail.com
Umsjón með barnabraut:
Ef einhver fæst til þess að sjá um að vakta og aðstoða litlu framtíðarstjörnunar okkar, þá verður höfð sér aðstaða til iðkunar fyrir þau. En aðeins ef foreldrar/ umsjónarmenn taki að sér að sjá um gæslu. Áhugasamir hafi sambandi við Hrafnkel. hrafnkell@intrum.is
Að sjálfsögðu er öll aðstoð vel þegin, en helst verður hennar þörf á Laugardeginum þegar lokaundirbúningur stendur yfir.