Skráning er hér með opin á unglinga- og kvennakeppni á Klaustri. Keppnin fer fram á laugardeginum (22.maí) fyrir aðalkeppni og hefst hún kl. 17. Keyrt verður í klukkutíma og keyra keppendur hluta af brautinni sem keyrð verður í aðalkeppninni. Keppnisgjald er 3.000 kr. og greiðist við skráningu sem fer fram hér á vefnum fram á fimmtudagskvöld kl. 20.
Keppt verður í fjórum flokkum – flokki 12-14 ára (85cc) drengja og stúlkna og 15-17 ára (125cc) flokki karla og opnum flokki kvenna 15 ára og eldri. Skoðun hjóla fer fram kl 15-16 á laugardag og stillt verður upp á ráslínu kl. 16.45. Skráning fer fram hér og nú – góða skemmtun.
[iframe http://www.motocross.is/vefverslun/2010_klaustur_ungling.html 480 200]
get ég ekki tekið þátt ég er 14 ára á 250cc ??
Já þú mátt taka þátt á 250F, að auki má bæta við að þessi keppni er eingöngu ætluð þeim sem EKKi keppa í stóru keppninni daginn eftir 🙂
ó ég er í aðalkeppninni