Motoveðurfréttir

Við hjá motocross.is erum að taka í notkun þessa daga nýjan hugbúnað þar sem við birtum veðurfréttir af sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum Veðurstofu Íslands. Veðrið verður birt fyrir þá veðurathugunarstöð sem er næst öllum helstu motocrossbrautum landsins. Til dæmis verður veðrið á Sandskeiði birt fyrir Bolaöldu.

Veðurstofan uppfærir veðrið á heila tímanum og gerist það sjálfkrafa hér hjá okkur í leiðinni. Aðeins mannaðar veðurathugunarstöðvar sýna myndrænt hvernig veðrið er, þ.e. með mynd af sólinni eða álíka.

Hér er sýnishorn fyrir Álfsnes þar sem veðurathugunin er á Geldinganesi, en annars er hægt að sjá veðrið við allar brautirnar sem eru í valmyndinni hér fyrir ofan í /að hjóla/brautir/

[iframe /wp-content/plugins/vedur/geldinganes/vedur.php 200 100]

Skildu eftir svar