
Íslandsvinurinn Marcus Olsen er heldur betur að gera það gott í sænska meistaramótinu í enduro. Í fyrstu umferðinni sem var keyrð í Östersund í febrúar þá lenti kappinn í þriðja sæti overall og var fyrstur í flokki 250cc hjóla. Í annarri umferðinni sem var keyrð í Norrahammar endaði hann í sjöunda sæti overall og þriðji í flokki 250cc hjóla og svo um síðustu helgi þá gerði hann sér lítið fyrir og varð annar overall í þriðju umferð mótsins sem fór fram í Borås og fyrstur í 250cc flokki. Það er við rammann reip að draga að ná fyrsta sætinu því það hefur Husaberg ökumaðurinn Joakim Ljunggren einokað í hverri einustu keppni frá því 2008.
Fyrir áhugasama þá má fylgjast með gangi mála á www.svemo.se
Kv. Stefán Gunnarsson