Ólafsfirðingar héldu sitt fyrsta Íslandsmót í motocrossi í dag. Mótið heppnaðist mjög vel og virðast allir ánægðir með framkvæmdina og aðstöðuna fyrir norðan. Brautin er sandbraut sem grófst talsvert mikið og reyndi það á leikni manna og hjólin. Eitthvað var um úrbræddar kúplingar og þvíumlíkt. Einar Sigurðarson kláraði kúplinguna hjá sér eftir góðan akstur í dag og Gylfi Freyr Guðmundsson náði ekki að klára seinna mótoið eftir góðan akstur í dag. Það er skemmst frá því að segja að Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Aron Ómarsson, sigraði í báðum motounum í MX1 flokki með talsverðum yfirburðum. Þetta var fyrsta mótið með nýju fyrirkomulagi þar sem aðeins eru tvö moto sem eru 25mín + 2 hringir.
Hér eru helstu úrslit en verðlaunaafhendingin er að klárast í þessum skrifuðum orðum:
MX1
- Aron Ómarsson
- Hjálmar Jónsson
- Eyþór Reynisson
MX2
- Eyþór Reynisson
- Bjarki Sigurðsson
- Viktor Guðbergsson
Kvennaflokkur
- Karen Arnardóttir
- Signý Stefánsdóttir
- Guðfinna Pétursdóttir
MX Unglinga
- Kjartan Gunnarsson
- Björgvin Jónsson
- Hákon Andrason
B-flokkur 40+
- Haukur Þorsteinsson
- Hrafnkell Sigtryggsson
- Sigurður Bjarnason
B-flokkur
- Hinrik Jónsson
- Anton Birgisson
- Eysteinn Dofrason
85 flokkur
- Guðbjartur Magnússon
- Þorsteinn Helgi Sigurðarson
- Einar Sigurðsson
Nokkrar myndir komnar inn á http://www.icemoto.is
Smellið hér til að sjá myndir
ætla þið ekki að setja inn úrslitin úr MX1 og MX2 á mylaps?