Verið er að rippa Álfsnes brautina akkúrat núna og að sögn formannsins, Kela, er hún í mjög flottu standi og gott rakastig í brautinni. Við þurfum að vísu aðstoð við að þjappa brautina og væri mjög vel þegið ef einhver myndi vilja vera svo vænn að fara upp í braut á jeppa og þjappa hana. Því annars þornar brautin hratt og uppstökkin skemmast fljótt. Líklegur er að taka 85cc brautina í gegn og ætti því brautin að vera í toppstandi fyrir alla aðila. Áframhald verður á vinnunni á morgun í Álfsnesi og við minnum á miða í brautina sem fást hjá N1 í Mosfellsbæ.
3 hugrenningar um “Álfsnes „rippuð“”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Litla brautin á Álfsnesi er tilbúin til notkunnar. Það má þjappa hana á jeppa og tína smá grjót. Hættið svo að stytta ykkur leið í litlu brautinni, ég nenni ekki að vinna þarna í sjálfboðavinnu og horfa svo upp á að það sem ég var að gera er skemmt með því að fara út úr miðjum beygjum sem ég var að reyna að vanda mig við að gera, en með því að fara út úr brautinni í miðri beygju myndast far og ójafna í „battann“ og þá er allt flæðið farið úr beygjunni.
sæll Líklegur
því miður eru byrjendur að æfa sig í brautinni og þeir kunna kannski ekki að fara „hina fullkomnu“ leið í brautinni að þínu mati. Þeir kannski fara styttri eða betri leið að þeirra mati. svoleiðiis er það líklega með allar motocrossbrautir að menn hjóli þær örlítið öðruvísi en þær voru hannaðar fyrir
það sem „líklegur“ er að tala um er að segja krökkunum að keyra brautina alla en ekki stytta sér leið í gegnum hana með því að keyra út úr beyjum og fara aðra leið en brautin liggur… minn hefur t.d. oft gert þetta þar sem þá fer hann oftar á pallana… en við foreldrar hljótum að geta komið þessum upplýsingum til krakkanna svo brautin haldi sér í lengri tíma…