James „Robo“ Robinsson náði holuskotinu í báðum mótóunum í MX Open flokki í þriðju umferðinni í Íslandsmótinu í Motocrossi á Sólbrekkubraut í dag. Ekki náði hann að halda forystunni lengi því Aron Ómarsson tók fljótt framúr honum og hélt forystunni til enda í báðum motounum. Enginn náði að ógna Aroni í dag.
Signý Stefánsdóttir var með mikla forystu í kvennaflokki en helstu keppinautar hennar úr síðustu keppnum voru frá keppni.
Gott veður var á staðnum en brautin var frekar þurr en rigningin lét ekki sjá sig þrátt fyrir spá þar um. Brautin er orðin nokkuð flott eftir að akstursstefnunni var snúið við í sumar, samt þótti hún nokkuð erfið (teknísk). Umhverfið og aðstaðan allt í kringum brautina er á góðri leið með að vera fyrsta flokks.
MX Open
- Aron Ómarsson
- Hjálmar Jónsson
- Eyþór Reynisson
MX2
- Eyþór Reynisson
- Viktor Guðbergsson
- Jónas Stefánsson
85cc
- Guðbjartur Magnússon
- Þorsteinn Helgi Sigurðsson
- Alexander Örn Baldursson
MX Unglingaflokkur
- Kjartan Gunnarsson
- Guðmundur Kort
- Björgvin Jónsson
Kvennaflokkur
- Signý Stefánsdóttir
- Einey Gunnarsdóttir
- Ásdís Elva Kjartansdóttir
B-flkkkur 40+
- Haukur Þorsteinsson
- Sigurður Hjartar Magnússon
- Guðmundur Guðmundsson
B-Flokkur
- Steingrímur Örn Kristjánsson
- Elís Bergmann Blængsson
- Róbert Jónsson
Nánari úrslit hér
Myndir komnar inná MXsport.is -> http://www.mxsport.is/Myndakerfi.aspx?MainCatID=-50&id=57
Þvílíkt flott skot frá keppninni á RUV í kvöldfréttunum !!! 😉
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4498064/2010/07/25/11/
Þetta kom líka á Stöð 2
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=7821563b-9165-4085-a32a-7d7d079d9558&mediaSourceID=23dcc8e6-4f4f-4841-87c7-c2b0abfb51e2
Það er vitlaust í báðum fréttum upplýsingar úr unglingaflokki, Kjartan #274 sigraði ekki á fullu húsi stiga, Gummi Kort #99 sigraði fyrra motoið og Kjartan sigraði seinna motoið svo þeir kláruðu jafnir að stigum Kjartan 1. og Gummi Kort 2. á 47stigum. Gott fyrir alla aðila að hafa fréttirnar réttar, keppendur, styrktaraðila og ekki síst fréttamenn svo að fólk viti að þeir séu að fylgjast með.