Bikarmótsdagurinn 10. júlí rann upp þokkalega bjartur eftir rigningu þá um nóttina. Brautin var hæfilega blaut og aðstæður í Sólbrekku hinar bestu þegar keppendur streymdu á svæðið einn af öðrum og komu sér fyrir.
Þátttakan var minni en búist hafði verið við og var ákveðið að keyra saman 3 og 3 flokka og gekk það vel.
Virkilega spennandi og gaman var að fylgjast með keppninni og sýndu margir mjög góða takta.
Aron Ómarsson varð fyrir því óhappi að afturfelgan gaf sig í fyrra motoinu og frambremsurnar í því seinna – sannarlega óvænt. Úrslitin komu því á óvart í sumum flokkum og mátti sjá ný andlit á palli í bland við önnur kunnugleg.
Annars gekk mótið mjög vel og lokaorðin eru eins og keppandi komst á orði “ Takk fyrir heimilislegt og stresslaust mót ! “.
Úrslit:
85 flokkur
- Alexander Örn Baldursson
- Gylfi Þór Héðinsson
- Daníel Kristján Mathiesen
B flokkur
- Michael David
- Pálmar Pétursson
- Guðmundur Óli Gunnarsson
Kvennaflokkur
- Björk Erlingsdóttir
- Guðný Ósk Gottliebsdóttir
- Silja Haraldsdóttir
B 40+
- Haukur Þorsteinsson
- Sigurður Hjartar Magnússon
- Kristján Geir Mathiesen
MX open
- Viktor Guðbergsson
- Eyþór Reynisson
- Hjálmar Jónsson
Unglingaflokkur
- Jóhannes Árni Ólafsson
- Kristján Daði Ingþórsson
- Jökull Atli Harðarson