Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti þann 22.júlí s.l. samning við Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness um leyfi til tímabundinna afnota á Sólbrekkusvæðinu auk stækkunar. Samningurinn gildir til 31.maí 2017 með möguleika á framlengingu.
Samningurinn er sannkallaður tímamótasamningur fyrir VÍR því í mörg ár hefur brautin verið á skammtímaleyfum. Uppbygging á aðstöðunni við brautina mun eflaust taka kipp eins og menn hafa séð byrja í sumar enda hefur VÍR marga öfluga liðsmenn innanborðs.
Til hamingju með samninginn VÍR 😉
Til hamingju með þetta. Á að setja upp vökvunarkerfi núna ???
Flottust! Til hamingju VÍR.
Glæsilegt. Til lukku með þetta. Nú er bara að kaupa vatnsbíl eða haugsugu
Við ættlum að taka þetta bara skref fyrir skref og vökvun er mjög ofarlega á lista yfir það sem þarf að gera 🙂
Glæsilegt. Til hamingju með samninginn.