Sumarnámskeið fyrir krakka

Frá einu af námskeiðum VÍK

Motocross skóli VÍK hefur ákveðið að færa út kvíarnar og ætla nú að byrja með nokkurs konar sumarnámskeið fyrir krakka. Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára sem eru viðloðinn motocrossi, hvort sem þau eiga eða vilja fá hjól.

Námskeiðið verður ekki eins og fyrri motocross námskeið sem skólinn er með. Á þessu námskeiði verður ekki einungis farið í æfingar á hjólinu heldur einnig farið í leiki, sund og margt fleira og verður fjölbreytileikinn í fyrirrúmi. Foreldrar munu þá skutla krökkunum á viðkomandi staði sem og sækja þau.

Námskeiðið verður 4 daga vikunnar þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 9-12. Krakkar þurfa að hafa með sér nesti 3 daga vikunnar en á föstudögum munu leiðbeinendur grilla fyrir krakkana.

Þjálfarar/leiðbeinendur verða 2, annars vegar þjálfari VÍK Helgi Már Hrafnkelsson, og svo Arnar Ingi Guðbjartsson.

Verð á þessi námskeið er 5.000 kr og er hvert námskeið í 2 vikur í senn.

Hámarksfjöldi á þessi námskeið eru 16 iðkendur.

Skráning er hafin á namskeid@motocross.is.

Vikur 13-16 júlí og 20-23 júlí

Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur föstudagur
Bolaalda Rimaskóli Árbæjarskóli Bolaalda
Tækniæfingar Yfir Fótbolti tækniæfingar
MATUR
Motocross keppni Körfubolti sund grillveisla
Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur föstudagur
Selásskóli Bolaalda Sundlaug Reykjavíkur Bolaalda
Brennó Þrautir bæjarferð Motocross keppni
MATUR
video tækniæfingar sund grillveisla

Vikur 27-30 júlí og 3-6 ágúst

Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur föstudagur
Selásskóli Bolaalda Árbæjarskóli Árbæjarlaug
Skotbolti Tækniæfingar fótbolti sund
MATUR
yfir motocross sund Grillveisla
Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur föstudagur
Selásskóli Bolaalda Rimaskóli Bolaalda
brennó Þrautir Körfubolti tækniæfingar
MATUR
video Motocross keppni stórfiskaleikur grillveisla

2 hugrenningar um “Sumarnámskeið fyrir krakka”

  1. frábært framtak 🙂
    verst að minn er farinn til Noregs og verður ekki með…

    kv. Hekla

  2. Þetta er glæsilegt. Þetta er eitthvað sem Þjálfunarteimi VÍK og Keli hafa verið að vinna í. Þetta er skref í rétta átt og vonandi verður þetta svona allt næsta sumar.

    Við þjálfarar hjá VÍK höfum verið með krakka frá aldrinum 4-15 ára og séð mikinn árangur hjá þessu efnilega fólki. Ég hvet foreldra til þess að senda krakkana á æfingar eða sumarnámskeið. Þau verða ekki bara betri hjólamenn fyrir vikið heldur einnig eignast þau nýja vini í sportinu.

Skildu eftir svar