Ég vil byrja á að þakka stjórn VÍK fyrir að bjóða mér að halda þessa keppni, þó vil ég þakka Kela formanni sérstaklega fyrir hans þátt í að þessi keppni gat orðið að veruleika.
Þegar Keli hafði samband við mig og bauð mér að vera með þessa keppni mér til styrktar svo ég gæti keypt mér annað hjól hafði ég ekki mikla trú á að margir kæmi, en gerði mér vonir um 20-30 keppendur, en að fá yfir 40 keppendur í aðal sumarfrísmánuði ársins var framar mínum vonum.
Þá að keppninni sem tókst frábærlega í alla staði. Upphaflega stóð til að ræsa á slaginu 12.00, en skömmu fyrir keppni ákvað ég að láta keppendur fara einn prufuhring fyrir keppni. Það var Guggi sem leiddi keppendur hringinn rétt eins og andamamma sem leiðir ungana sína niður á tjörn og þakka ég honum hér með fyrir.
Að loknum prufuhringnum drógu b-ökumenn spil um það hverjir væru liðsfélagar þeirra í keppninni. 20 a-ökumönnum var búið að úthluta númeri að handahófi, en 21 b-ökumaður átti að draga spil. Sá sem síðastur kom greip í tómt, en hann átti í raun að vera á móti Dóra Dakar, Bjarki Lárusson sem greip í tómt bauðst til að keyra einn allan tímann og ekki nóg með það hann var fyrstur út úr hlaupastartinu og kláraði heila 10 hringi á 85cc hjóli.
Í lok hvers hrings sögðu keppendur númerið sitt, mishátt og skýrt og fékk Trausti Guðmundsson viðurkenningu fyrir að vera hljóðlátur og skýrmæltur. Dísa fékk viðurkenningu fyrir að stoppa og hjálpa slösuðum keppanda (sem jafnaði sig fljótt og hélt áfram að keppa seinna). Tanni fékk verðlaun fyrir að vera seinastur út úr startinu í formi orkudrykkja til að standa sig betur næst. Gunni Sölva og Gatli fengu sameiginlega háttvísisverðlaun fyrir prúðmennsku við aðra keppendur. Síðan fengu Mývetningarnir Stefán (baðvörður) og Kristján nesti með sér heim, en þeir komu alla leið frá Mývatni til að keyra mótorhjól í tvo tíma. Refsingar voru ýmislegar og var tveim keppendum refsað fyrir að spóla möl og drullu í skó keppnisstjóra með 5 armbeygjum og Gunni Málari var látinn keyra einn hring í motocrossbrautinni fyrir að keyra niður stiku (hann var bara með allt of mikla forustu, en vann samt).
- Gunni, Börkur
- Daði Skaði, Hilmar
- Hjörtur P. , Kristján Tanni
- Haukur , Víðir Sig.
- Atli (Gatli), Kári
Að lokum vil ég þakka N1 og Nitro, Borgarhjól, Ellingsen, Ölgerðinni, Fálkanum, Stillingu, Poulsen fyrir að gefa verðlaunin sem veitt voru í lok dags og brautarvörðunum þeim Super Lulla og Gumma og Kela fyrir tímavörsluna. Takk allir sem komu á Bolaöldu í dag þetta var frábær dagur ég sé fram á að ég verði kominn fljótlega á Husqvarna TE 610 árgerð 2000 sem ég er búinn að festa mér munnlega innan skamms.
Enn einu sinni takk,
Hjörtur Líklegur.
HÉR eru svo nánari úrslit
Takk fyrir stórskemmtilegan dag, lágt og skýrt 🙂
Takk kærlega fyrir mig eftir þennan dag.Þessi dagur fékk mann til að hafa virkilega gaman af því að hjóla. Langar samt að benda með kurteisi á að við (g)atli erum með ansi líkt nafn ;).
Takk Takk Atli669
Við þökkum fyrir skemmtilegan dag og teljum að halda megi fleiri skemmtikeppnir sem þessar. Okkur fannst stórskemmtilegt að draga saman liðin og tilbreyting að meðaljóninn eigi möguleika að lenda á palli.
Takk yfir okkur Tanni og Ásdís
Þetta var algjör snilld og algjörlega þess virði að keyra 1000 kílómetra til að vera með. Held að Hjörtur mætti gjarnan gera þetta að árlegum viðburði, ef hann þá nennir að standa í þessu.
Renndi yfir tímana og verð að taka hattinn ofan fyrir Eyþóri og Konráð í öðrum hring, þegar þeir settu hraðasta hring keppninnar 10:33 en náðu svo best eftir það rétt í kringum 12 mínútur !!! Ég er hræddur um að ef Hjörtur hefði tekið eftir þessu þá væru þeir enn að gera armbeygjur.
Enn og aftur, takk fyrir mig og góðan dag í góðum félagsskap.
Baðvörðurinn
Sammála, frábær stemning og virkilega gaman geta gert þetta með Hirti. Það er einmitt til umræðu að gera þetta að árlegum viðburði ef Hjörtur vill standa í þessu með okkur og láta þá afraksturinn renna til e-h álíka góðs málstaðar. Annars á ég líklega mesta sök á þessum góða tíma hjá Eyþór og Konráð í öðrum hring, ég var að læra á kerfið og sló ekki fyrsta hringinn þeirra strax inn þannig að hringur nr. 2 var fj. góður – keyrðu reyndar ansi vel en ekki svona vel 🙂 Kv. Keli