Aron Íslandsmeistari með fullt hús stiga

flag.jpgAron Ómarsson tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í MXOpen í motocrossi með því að vinna bæði motoin í Bolaöldu. Aron var með talsverða yfirburði eins og í fyrri keppnum og enginn átti möguleika á að hrifsa af honum titilinn. Fletta þarf margar blaðsíður aftur í sögubókunum til að finna Íslandsmeistara sem vann á fullu húsi stiga, en elstu menn þykjast muna að Ragnar Ingi Stefánsson hafi gert það á síðustu öld einhverntíma.
Eyþór Reynisson skaust uppfyrir Hjálmar Jónsson með því að ná öðru sætinu í báðum motoum í dag, hann endaði tveimur stigum fyrir ofan liðsfélaga sinn í landsliðinu með því að ná fjórum stigum fleiri í dag.

Signý Stefánsdóttir tryggði sér titilinn í kvennaflokki þrátt fyrir bilanir í hjólinu í fyrra motoinu. Bæði frambremsan og gírkassinn voru að stríða henni.

Kjartan Gunnarsson náði að setja enn meiri spennu í Unglingaflokkinn með því að detta nokkrum sinnum í fyrra motoinu og ná aðeins í 18 stig. Í seinna motoinu gerði hann engin mistök og tryggði sér titilinn. Ingvi Björn Birgisson vann sitt fyrsta moto á árinu og Guðmundur Kort sína fyrstu keppni. Kjartan var aðeins 6 stigum á undan næsta manni

Guðbjartur Magnússon hefur unnið öll motoin í ár í 85 flokknum, nema það fyrsta þar sem hann endaði í öðru sæti.

Haukur Þorsteinsson var með fullt hús stiga fyrir þessa keppni í 40+ flokknum en náði ekki að klára árið með fullt hús þar sem Ragnar Ingi Stefánsson skráði sig í flokkinn í fyrsta skipti og sigraði í báðum motounum í dag.

MxOpen

  1. Aron Ómarsson
  2. Eyþór Reynisson
  3. Hjálmar Jónsson

Kvennaflokkur

  1. Karen Arnardóttir
  2. Andrea Dögg Kjartansdóttir
  3. Signý Stefánsdóttir

Mx2

  1. Eyþór Reynisson
  2. Viktor Guðbergsson
  3. Örn Sævar Hilmarsson

Unglingaflokkur

  1. Guðmundur Kort
  2. Kjartan Gunnarsson
  3. Ingvi Björn Birgisson

B flokkur 40+

  1. Ragnar Ingi Stefánsson
  2. Haukur Þorsteinsson
  3. Hrafnkell Sigtryggsson

B flokkur

  1. Michael B David
  2. Hjörtur Pálmi Jónsson
  3. Steingrímur Örn Kristjánsson

85 flokkur

  1. Guðbjartur Magnússon
  2. Gylfi Þór Héðinsson
  3. Einar Sigurðsson

Nánari úrslit eru hér

Lokastaðan í öllum flokkum í Íslandsmótinu er hér

3 hugrenningar um “Aron Íslandsmeistari með fullt hús stiga”

  1. Flott keppni í alla staði. Brautin var mjög góð. Garðar,Óli Gísla, Keli og allir hinir eiga skilið mikið hrós fyrir alla vinnuna og metnaðinn sem þeir lögðu í þessa keppni. Það var hálf sorglegt að sjá A flokkinn þar sem svo fáir voru skráðir. Hvað er hægt að gera til að fjölga í A ??

    A: Banna Aroni að keppa þar sem það er ekki hægt að vinna hann.
    B:Fylgja eftir regluni með að sigurvegari í B eigi að skrá sig í A sem hefur ekki verið verið fylgt eftir á þessu ári (sigurvegari í Sólbr keppti í B í Bolöldu)
    C:Láta 2-3 efstu sætin úr B fara í A
    D:Gera auka flokk eða flokka innan A td +35. kostar ekkert en getur aukið um nokkar.Sjá td +40 í B þetta er nánast hrein viðbót við B.
    Takk fyrir takk
    HPJ 220

Skildu eftir svar