Bryndís Einarsdóttir nældi sér í tvö stig í seinna motoinu á Ítalíu í dag, en þar fór fram síðasta keppnin í heimsmeistaramótinu í motocrossi.
Vefstjóri heyrði í Bryndísi rétt í þessu og sagði hún að keppnin hafi verið ágæt. Í gær náði hún ekki góðu starti og auk þess hafi hún dottið einu sinni og misst nokkrar framúr sér og endaði í 23. sæti. Seinna mótoið í dag byrjaði á krassi í fyrstu beygju, brotnum vatnskassafestingum en það herti bara keppnisskapið og hún náði að keyra sig uppí 19. sæti. Í heildina hafi hún verið þokkalega ánægð með keppnina en brautin hafi verið gríðarlega tæknileg með stórum stökkum og erfiðum ryþmaköflum.
Samtals varð hún því í 21. sæti í keppninni.
Bryndís endaði í 29. sæti í heimsmeistaramótinu og skoraði samtals 15 stig. Skorið hennar í sumar var eftirfarandi:
Búlgaría 0-0
Portúgal 0-3
Spánn 0-0
Frakkland 2-0
Þýskaland 0-8
Tékkland – Meidd
Ítalía 0-2
Bryndís heldur til Íslands í vikunni þar sem skólinn tekur við og hugsanlega viðgerð á liðþófa.