
Það var hörku prufutími í Crossfit Reykjavík í gærkvöldi þar sem góður hópur hjólafólks mætti. Í byrjun var farið yfir grunninn í Crossfit og hvernig ætti að gera æfingarnar rétt. Síðan var tekin „létt“ æfing!! Eða svo sagði Árni. Það var BARA tekið smá skokk og síðan farið í SMÁ maga, bak og armbeyju æfingar í 12-15 mín. Þetta var aðsjálfsögðu ekkert mál fyrir allt þetta massaða hjólafólk, eða hvað? Það var svitnað svakalega og sumir náðu ekki að halda út þessar örfáu mínútur. 🙂 Svo í lokin var tekinn „létt“ róðrarkennsla. Það má öruggt teljast að CROSSFIT er málið fyrir okkur hjólafólkið.
Takmarkaður fjöldi kemst að í hópinn og hvetjum við þá sem vilja vera í topphjólaformi til að skrá sig STRAX í námskeiðið á vik@motocross.is



