
Nýja 350 hjólið frá KTM hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með framþróuninni í smíði mótorhjóla. Hjólið hefur vakið mikla athygli einna helst fyrir þær sakir að það er með 350cc vél í stað 450cc eins og þau hjól sem það er í samkeppni við. KTM hefur í sumar sannað að þetta hjól er alvöru hjól því Antonio Cairoli hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn í MX-1 flokki þrátt fyrir að tvær umferðir eru eftir af keppnistímabilinu.
Hjólið, ásamt öðrum, verður frumsýnt í Versluninni MOTO, Rofabæ 7, á morgun fimmtudag klukkan 17-19.