Kári Jónsson tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í Enduro Cross Country þegar hann sigraði í þriðju og síðustu umferðinni í Íslandsmótinu. Kári þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum að þessu sinni en Daði Erlingsson leiddi drjúgan hluta af keppninni en lenti í því óláni að afturhluti grindarinnar (subframe) brotnaði og rétt hékk hjólið saman og því dró það nokkuð úr hraða hans. Kári, sem er að jafna sig eftir handarbrot, náði þessu á seiglunni og tryggði sér fullt hús stiga úr þremur keppnum ársins. Þetta er þriðji titillinn hjá Kára en hann var bæði Íslandsmeistari í fyrra og árið 2006.
Keppnin var haldin að Jaðri á Suðurlandinu og heppnaðist frábærlega vel.
Eftirfarandi er lokastaðan í þeim flokkum sem keppt er í í Enduro Cross Country:
ECC1
- Kári Jónsson 300
- Daði Erlingsson 237
- Haukur Þorsteinsson 225
ECC2
- Björgvin Sveinn Stefánsson 260 stig
- Bjarki Sigurðsson 260
- Jónas Stefánsson 201
B Kvennaflokkur
- Guðfinna Gróa Pétursdóttir 285
- Ásdís Olga Sigurðardóttir 270
- Theodóra Björk Heimisdóttir 202
B – flokkur
- Ingvi Björn Birgisson 252
- Björn Ómar Sigurðarson 213
- Svavar Friðrik Smárason 181
B 85 cc
- Guðbjartur Magnússon 300
- Ari Jóhannsson 255
- Einar Sigurðsson 202
B 40 +
- Magnús Guðbjartur Helgason 252
- Ragnar Ingi Stefánsson 235
- Hrafnkell Sigtryggsson 197