Þeir sem misstu af motocrossinu á RÚV í sumar geta tekið gleði sína á ný því þættirnir verða endursýndir í Sjónvarpinu næstu helgar og sá fyrsti í dag kl. 15:30. Svo er stefnt að því að gefa út DVD disk með motocrossinu og disk með Klausturskeppninni, bæði þáttinn sem gerður var um keppnina og svo alla útsendinguna sem fram fór á SportTV í beinni útsendingu, um 6 klukkutíma.