Vatnajökulsþjóðgarður hundsar allar athugasemdir – loka skal öllum leiðum

Tekið af vef Ferðklúbbsins 4×4, F4x4.is
„Samkvæmt bréf frá Vatnajökulsþjóðgarði sem sent var til þeirra sem gerðu athugasemdir um drög að reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarðs kemur í ljós að ekki er tekið tillit til athugasemda Ferðaklúbbsins 4×4 í neinum efnum. Aðeins er breitt orðalagi varðandi Heinabergsdal, en lagt er til að allar lokanir standi eins og var í drögunum.

Með tilvísun í Árórasamninginnsegir í bréfinu frá Vatnajökulsþjóðgarði „hafa útivistarsamtök góða aðstöðu til að fylgjast með mótun áætlana og hafa áhrif á innihald þeirra“ og einnig „Einnig er að finna í gögnum svæðisráða ítarlegar upplýsingar um þá fjölmörgu fundi sem haldnir hafa verið“.

Þetta er hreinlega þvættingur þar sem Ferðaklúbbnum 4×4 var meinað að taka þátt í mörgum þessara funda og fullrúar Samút gengu erinda Ferðafélags Íslands og stóðu m.a. leynt og ljóst að lokun Vonarskarðs. Ferðaklúbburinn 4×4 fékk ekki að taka þátt í undirbúningsvinnu eða koma sínum hagsmunamálum að varðandi vinnu við þessi drög.

Við látum bréfið/svarið frá Vatnajökulsþjóðgarði fylgja hér með í viðhengi og þá getur hver fyrir sig séð og metið niðurstöðuna. Almenningur eða félagasamtök hafa greinilega engin áhrif á ferli þessara mála sem virðist vera í höndum umhverfis ofstækisaðila sem ætla að loka hálendinu hvað sem það kostar.

Umhverfisráðherra tekur endanlega ákvörðun í þessu máli og við skulum sjá hvort hún hefur kjark og þor til að taka lýðræðilega ákvörðun með hagsmuni almennnings í huga eða samkvæmt þrýstingi trúarofstækisaðila sem vilja loka hálendinu.“

HÉR má nálgast bréfið frá Vatnajökulsþjóðgarði.
_________________

Í Hnotskurn; Vatnajökulsþjóðgarður útilokar alla slóða innan þjóðgarðsins, þ.s. eingöngu skulu vera vegir á færi Vegagerðarinnar innan „þjóð“-garðsins.

2 hugrenningar um “Vatnajökulsþjóðgarður hundsar allar athugasemdir – loka skal öllum leiðum”

  1. Það er bara sorglegt að hugsa til þess hvað SAMÚT er mikil risaeðla og sérhæfir sig í málefnum göngufólks og þetta eiga að vera fulltrúar okkar í þessu rugli.

  2. Já þetta er ótrúleg áætlun sem nú liggur fyrir Umhverfisráðherra að samþykkja eða hafna. Fulltrúar SAMÚT hafa allgjörlega sinnt málefnum sinna eigin félaga í stað hagsmunum SAMÚT í þessum undirbúningi, enda hefur ekki heyrst múkk í fullrúunum frá því þeir voru valdir.

Skildu eftir svar