Laugardaginn 20. nóvember fór fram 1. umferðin í endurocrossi. Er þetta fyrsta keppnin af þremur til íslandsmeistara.
Óhætt er að segja að „útálandiliðið“ hafi enn eina ferðina sýnt okkur flatlendingunum hvernig á að gera hlutina. Brautin samanstóð af hindrunum með sem voru flestar með góðu flæði, Þó var ein hindrun sem var ekki alveg með sama flæðið. Það var dekkjagryfja sem var full af fólksbíladekkjum og skapaði hún stórkostlega skemmtun fyrir áhorfendur.
Til leiks voru skráðir 18 keppendur sem skipt var niður í þrjá hópa. Þarna voru mættir allar okkar helstu endurohetjur.
Kári #46 var efstur eftir undanrásir Daði #298 annar og Haukur #10 þriðji.
Það voru svo Jónas Stefánsson og Bjarki Sigurðsson sem komust uppúr „Síðasta séns“.
Kári byrjaði úrslitaumferðina á að festast í dekkja gryfjunni sem gaf Hauk gott forskot, en eftir fanta akstu tókst Kára að keyra sig uppí fyrsta sætið þegar tveir hringir voru eftir. Haukur var ekki alveg tilbúin að gefa Kára þetta eftir og hirti af honum fyrsta sætið á seinasta hring.
Haukur sýndi það og sannaði að gamalt fólk á líka tilveru rétt og er niðurskurður Ríkisstjórnarinnar til ellilífeyrisþega afskaplega ósagjarn gagnvart fólki einsog Hauki. Maður keppninnar var klárlega heimamaðurinn Sigurður Ingi Einarsson sem skemmti áhorfendum með ótrúlegum tilþrifum.
Hlaut hann að launum lambalæri frá KS og sérsmíðaðan verðlaungrip frá keppendum sem var smíðaður og áritaður
á staðnum úr varhlutum brotnað höfðu af hjóli Sigurðar.
Með þökk fyrir frábæran dag
Keppnisstjóri
Einar Sigurðarson
ALEG MAGNAÐUR ER HAUKUR