Laugardaginn 4. desember n.k. munu Vélhjólaíþróttaklúbburinn og MSÍ bjóða til mótorsportveislu í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er önnur keppnin í Íslandsmeistaramótsröð í Endurokrossi innandyra og nú verður spennan í hámarki.
Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur
Brautin í síðustu keppni reyndist mörgum ótrúlega erfið. Nú vita menn við hverju er að búast og vænta má að menn mæti núna rétt stemmdir og enn grimmari til leiks.
Brautin um helgina verður talsvert breytt og með öðru sniði, en mun ekki síður bjóða upp á harða keppni milli allra bestu hjólaökumanna landsins. Sem fyrr þurfa keppendur að berjast við stökkpalla, staurabreiður, , hleðslusteina- og dekkjahrúgur, kubbagryfju og margt fleira. Ekkert samt sem verður sérlega áhættusamt fyrir bremsudiska og pústkerfi.
Hörð og spennandi keppni
Allir bestu torfæruhjólaökumenn landsins munu mæta til keppni hungraðir í að komast á verðlaunapall svo búast má við hörkukeppni. Fyrstu menn í hverjum riðli og „Síðasta séns“ komast áfram í lokariðillinn. Þar verður allt lagt undir og búast má við harðri keppni og mikilli skemmtun fyrir áhorfendur.
Glæsileg verðlaun
Sigurvegarar keppninnar verða verðlaunaðir með glæsilegum verðlaunum.
Öll keppnisgjöld renna óskipt til þeirra sem keppa í lokariðlinum.
Endurokrosskeppnir af þessu tagi njóta mikilla vinsælda í Evrópu og Bandaríkjunum. Veðrið spillir oft fyrir keppnishaldi hér á landi en Reiðhöllin tryggir að svo verði ekki. Keppnin er haldin öllu hjólafólki til skemmtunar en ekki síður sem fjáröflun fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbinn til að halda áfram uppbyggingarstarfi félagsins.
Takið því frá laugardaginn 4. desember kl. 14-16 og sjáumst í Reiðhöllinni
Skráning keppenda er hafin á vefnum www.msisport.is – skráningarfrestur rennur út þriðjudagskvöldið 30. nóvember kl. 21