Tekið af mbl.is
Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Endurocross var haldin í gær á Sauðárkróki, nánar tiltekið í Reiðhöllinni á Svaðastöðum í Skagafirði. Haukur Þorsteinsson á Kawasaki KX 450f var sigurvegari mótsins. Kári Jónsson sem var valinn aksturíþróttamaður ársins 2010 endaði í öðru sæti á TM Racing 250. Daði Erlingsson á Yamaha 250 kom svo þriðji í mark eftir æsispennandi keppni. Haukur og Daði áttu jafnan og góðan akstur í gegnum undanrásirnar.
Fyrir mótið var Kári Jónsson talinn líklegastur en hann lenti í erfiðleikum í úrslitunum og varð langt á eftir. Hann náði hinsvegar að vinna sig upp í fyrsta sæti. Þegar um tvær beygjur voru eftir náði Haukur hinsvegar að stinga sér fram úr og tryggja sér titilinn.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Íslandsmót í Endurocross er haldið hér á landi og því var mikil tilhlökkun í keppendum sem og áhorfendum, en stúkan í reiðhöllinni var þétt setin. Einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu tilþrifin í brautinni. Sigurður Ingi Einarsson hlaut þau en hann skemmdi áhorfendum oft á tíðum með skemmtilegum akstri. Sigurður ók á Kawasaki KX 250 2T.
Nokkur hundruð myndir frá keppninni á http://mxmyndir.is/album/default.aspx?aid=193699