Veljum mótorhjólamann á Stjórnlagaþing

Jóhann Halldórsson #5801

Jóhann Halldórsson hefur verið öflugur í félagsmálum hjá VÍK og MSÍ undanfarin ár. Við styðjum hann á Stjórnlagaþing.

Jóhann Halldórsson

Auðkennisnúmer: 5801
Fæðingarár: 1968
Sveitarfélag: 210 Garðabæ
Netfang: jh@s8.is
Titill: Hæstaréttarlögmaður

Menntun:
2004 MBA frá HÍ.
1994 embættispróf í lögfræði frá lagadeild HÍ.
1989 stúdentspróf frá MH.
Starfsferill:
2005- framkvæmdastjóri S8 ehf.
2003-2005 framkvæmdastjóri Festingar ehf.
Frá 1994 rekstur eigin lögmannsstofu.
Hvers vegna býð ég mig fram til stjórnlagaþings?

Ná ég kjöri til stjórnlagaþings mun ég leggja áherslu á eftirfarandi atriði við samningu frumvarps til nýrra stjórnskipunarlaga:

  • Að landið verði eitt kjördæmi þannig að atkvæðisréttur landsmanna jafnist.
  • Persónukjör til Alþingis.
  • Þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg málefni.
  • Endurskoða stöðu forseta Íslands.
  • Skerpa skil löggjafar- og framkvæmdarvalds, skipan utanþingsráðherra.
  • Fækkun alþingismanna.
  • Auka ábyrgð þingmanna og ráðherra á stjórnarathöfnum.
  • Auka sjálfsstæði dómstóla.
  • Að jafna stöðu trúfélaga.

Ég hef aldrei tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka og hef ávallt verið óflokksbundinn.

Skildu eftir svar