Það er kannski þegar komið í gleymskubókina hjá mörgum – en það eru samt ekki nema fimm ár síðan VÍK fékk afnot af Bolaöldusvæðinu. Fram að þeim tímapunkti var ekkert svona svæði aðgengilegt og samningurinn við Ölfuss um afnot af svæðinu kærkominn tímamótagjörningur.
Samningurinn var hins vegar ekki á þeim nótunum að við mættum sprauta um allt svæðið og spóla það í klessu á núll komma þremur!
Af gefnu tilefni er fólk beðið um að halda sig við slóðana sem eru á svæðinu og búa alls ekki til nýja. Sérstaklega er beðið um það í samningnum, að ekki sé keyrt upp í Ólafsskarðið. Vinsamlegast hjálpið til við að virða þessi tilmæli.
Er ekki annars bara allt gott að frétta..!?